morsárjökull fossar,

Söfn á Íslandi


FOSSAR Í MORSÁRJÖKLI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fossarnir í klettabeltinu innst á Morsárjökli.Óformlegar mælingar á fossum þeim er falla undan Morsárjökli benda til þess að þeir séu öllu hærri en Glymur í Hvalfirði, sem hingað til hefur verið talinn hæsti foss landsins. Munar allt að 30 metrum.
Jón Viðar Sigurðsson, jarðfræðingur, gerði einfalda hornamælingu á fossum, sem falla niður klettabelti við Morsárjökul og sýna þær mælingar, að einn fossanna er sennilega 228 metrar á hæð. Glymur er hins vegar 198 metrar í Botnsdal í Hvalfirði.
Forstöðumaður Landmælinga Íslands sagði Morgunblaðinu að muni stofnunin muni mæla fossana nákvæmlega og ganga úr skugga um rétta hæð þeirra.
Þessir fossar hafa sézt um fjögurra ára skeið en Morsárjökull, eins og flestir aðrir jöklar landsins, hefur hopað töluvert og því hafa fossarnir, sem enn bera ekkert nafn, ekki verið mældir nákvæmlega.

Heimildir:  Mynd og frétt í Mbl. 15.06.2011.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM