Lögreglan á Íslandi,

Meira um Ísland

Fangelsi á Íslandi . . Texti: Vefur lögr.

LÖGREGLAN
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 Með lögum nr. 92/1989, sem tóku gildi 1. júlí1992, urðu stórfelldar breytingar á skipan dómsvalds og umboðsvalds í héraði.
Samhliða þessum breytingum voru gerðar veigamiklar breytingar á sviði réttarfarslöggjafar og meðal annars unnið að setningu nýrrar heildarlöggjafar á öllum sviðum réttarfars í landinu. Núgildandi lög um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, tóku gildi á sama tíma en með þeim var komið á skipun ákæruréttarfars í öllum meginatriðum.

Ný lögreglulög tóku gildi 1. júlí 1997. Þau leystu af hólmi eldri lögreglulög og lög um rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknarlögregla ríkisins var lögð niður og flest verkefni hennar færð til lögreglustjóra í héraði og embættis ríkislögreglustjóra. Um leið voru lögfestar skýrari reglur um framkvæmd lögreglustarfa og um réttindi og skyldur lögreglumanna.

Endurskoðun laga um lögregluna tengdist einnig breytingum sem urðu með lögum um meðferð opinberra mála árið 1996. Þau miðuðu að því að hraða rannsóknum brota, auka skilvirkni með því að einfalda feril mála á rannsóknarstigi og fela lögreglustjórum ákæruvald í ríkari mæli en áður. Þannig var ákæruvald í stærstum hluta þeirra mála sem heyrðu undir ríkissaksóknara flutt til
lögreglustjóra.

Embætti ríkislögreglustjóra var stofnað 1. júlí 1997 er ný lögreglulög nr. 90/1996 tóku gildi. Þá var rannsóknarlögregla ríkisins lögð niður og flest verkefni hennar færð til lögreglustjóra í héraði og ríkislögreglustjóra. Ýmis stjórnsýsluverkefni lögregludeildar dómsmálaráðuneytisins færðust einnig til embættis ríkislögreglustjóra. Með lögreglulögunum var stigið mikilvægt skref til grundvallarbreytinga á skipulagi æðstu stjórnar lögreglunnar og starfsemi lögreglunnar í landinu.

Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun embættis ríkislögreglustjóra hefur embættið tekið miklum breytingum, ekki síst vegna nýrra viðfangsefna sem að mati löggjafans falla vel að starfsemi þess. Einkum er um að ræða viðfangsefni sem færðust frá dómsmálaráðuneytinu og lögreglustjóranum í Reykjavík til ríkislögreglustjóra og vegna nýrrar Sirene-skrifstofu á Íslandi í tengslum við Schengen-samstarfið.

Innri málefni lögreglunnar í landinu og rekstur embættis ríkislögreglustjóra hafa sífellt verið í skoðun og breytingar verið gerðar með það að markmiði að ná fram betri nýtingu á mannafla og fjármunum, skerpa betur skil milli einstakra viðfangsefna og ná fram nýjum áherslum. Má fullyrða að vel hafi tekist til í þessum efnum.

Ein leið sem farin hefur verið til að gefa góða yfirsýn yfir þróun embættisins og rekstur eru ítarlegar ársskýrslur þar sem glöggt má sjá áherslur embættisins á mismunandi tímum. Einnig hefur embættið komið upp lögregluvefnum svonefnda á veraldarvefnum sem bæði þjónar almenningi og lögreglunni. Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórarnir og Lögregluskóli ríkisins hafa hver fyrir sig heimasíðu sem allar tengjast sem ein heild. Almenningur hefur þannig aðgang að upplýsingum um lögregluna, þar á meðal um embætti ríkislögreglustjóra og lögreglumenn um land allt hafa aðgang að mikilvægum upplýsingum á innri vef embættisins.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM