FERÐAVÍSIR
ALLT UM ÍSLAND
Rútuáætlanir

Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Skipulagðar ferðir
Skoðunarvert
Þjóðgarðar

Menning & saga

Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 

 


UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Á INTERNETINU
ALLT LANDIÐ Á EINUM STAÐ!

Fjöldi aðila í ferðaþjónustu hefur bent á nat.is sem einn bezta möguleikann til að sinna því hlutverki, að vera ein gátt fyrir allt landið.  Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því, að það er ekki fjöldi vefsetra um takmörkuð landsvæði eða þjónustu, sem gera landið sýnilegt, heldur aðgangur viðskiptavina að einu áberandi, efnis- og valkostaríku vefsetri, sem er búið að koma sér vel fyrir á síðum leitarvéla.  Væntanlegir viðskiptavinir ferðaþjónustunnar nenna ekki að skoða vefsetur með takmörkuðum upplýsingum.  Þeir vilja aðgang að öllu framboði á einum stað, þegar þeir skipuleggja ferðir sínar.

Það er hægt að skipta landinu í mörg eða fá innbyrðis tengd svæði, sem bjóða hvert sína sérstöðu og alla nauðsynlega þjónustu, þannig að kaupandinn getur á auðveldan hátt byrjað ferðalagið á vefnum og staldrað við og keypt allt, sem hann fýsir á leiðinni.  Hann getur komist inn í þetta kerfi í leitarvélum með því að beita almennum leitarorðum, þannig að það má segja, að þar styðji hver annan – Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Um ein milljón heimsóknir á ári (Number of visits)
2.5-3 milljóna síður skoðaðar (
Pages)

Hér er um er að ræða stærsta gagnagrunninn um íslenska ferðaþjónustu sem til er í dag og er uppfærður daglega. Á nat.is er meira efni en á öllum vefsetrum sem fjalla um islenska ferðaþjónustu samanlagt!!!,

Þjónustu- og upplýsingavefurinn nat.is er frjálst og óháð framtak einstaklinga, sem eru ekki tengdir öðrum
rekstri en þjónustu við fyrirtæki, sem vilja koma rekstri sínum á framfæri á honum.  Markmið þessa framtaks er að veita ferðamönnum sem ítarlegastar upplýsingar um Ísland og sem víðtækastra möguleika til beinbókunar
, 

EIN GÁTT FYRIR ALLT LANDIÐ!

Skrifstofur Ferðamálaráðs (Icetourist) í Bandaríkjunum og Evrópu, íslenzku Sendiráðin og ræðismenn Íslands nota nat.is sem upplýsingamiðil, þegar svara skal ítarlega fyrirspurnum.  Fjöldi ferðaskrifstofa og ferðaheildsala hefur lýst yfir ánægju sinni með aðgang að öllum þessum upplýsingum og tala tengla við nat.is á erlendum, ferðatengdum vefsetrum skiptir hundruðum.

Þessi gátt getur skipt sköpum í samkeppni við önnur lönd, sem leggja meiri og meiri fjármuni til markaðsetningar ferðaþjónustu. Nat.is hefur náð ótrúlegum árangri í markaðsetningu og er nú mest skoðaði ferðavefur á Norðurlöndum!

Ferðamálaskóli Íslands og Leiðsöguskóli Íslands nota nat.is.  Kennarar, leiðbeinendur og nemendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með aðgang að þessum stóra og nákvæma vefmiðli. Ísland er tiltölulega lítill og dýr markaður í heimi ferðaþjónustunnar og höfðar til hópa, sem eru að leita að sérstakri lífsreynslu á ýmsum sviðum og hafa efni á að borga fyrir hana.  Land og þjóð hafa notið athygli umheimsins á mörgum sviðum, ekki sízt núna.  Breytt ferðamunstur og áhugi erlendra og innlendra ferðamanna kallar á skjót viðbrögð til að mæta kröfum nútímamannsins um möguleika til að skipuleggja ferðalög sjálfur og eiga þess kost að kaupa vöru og þjónustu milliliðalaust.  Hann þarf að fá heildarsýn yfir allt landið til að velja og hafna.  Honum nægir ekki að fá upplýsingar um takmörkuð svæði landsins.  Hann verður að geta kíkt út í hvern krók og kima, sem kemur fyrirtækjum á jaðarsvæðum vel.

Verðsveiflur innanlands vegna innflutnings (olía o.þ.h.) eru mörgum fyrirtækjum erfiður baggi, þegar þau hafa gefið út verð fyrir næstu vertíð með löngum fyrirvara.  Þau hafa ekki nýtt nútímakosti til verðbreytinga með skömmum fyrirvara, þótt þeim hafi boðizt á internetinu.  Sölukerfi, sem bjóða upp á slíka möguleika, þarf að nýta sem allrabezt (framboð, eftirspurn og sértilboð).

Ferðamenn standa ekki í röðum til að komast til Íslands og víst er, að margir snúa sér að öðrum mörkuðum, ef upplýsingar um landið og þjónustu, sem er í boði, er ekki aðgengileg og fullnægjandi á internetinu.

Er grasrótin í íslenzkri ferðaþjónustu sýnileg hjá þeim, sem koma með ferðamenn til landsins?

Þarf öflugan ferðavef í leitarvélum til að koma henni á framfæri?

Þarf Ísland að vera eitt markaðssvæði vegna smæðar sinnar og legu til að standast samkeppni við önnur lönd, sem ferðamenn komast til án þess að ferðast með flugi?

Umsögn um nat.is
Undirrituð, Kristbjörg Þórhallsdóttir leiðsögumaður, hef um árabil kennt áfanga sem heitir “Svæðalýsingar” við Leiðsöguskóla Íslands. Var það mikill fengur fyrir mig þegar hægt var að benda nemendum á vefsetrið nat.is. Þar eru samankomnar upplýsingar í mjög aðgengilegu formi fyrir leiðsögunema. Einnig er mér kunnugt um að starfsfólk innanlandsdeilda sumra ferðaskrifstofa styðjast mjög við nat.is við samningu leiðalýsinga í sölubæklinga og fleira. Vefsetrið nat.is er að sjálfsögðu ómetanlegt fyrir leiðsögumenn til undirbúnings fyrir  lengri ferðir sem skemmri.

PS. 21 mars 2010 heimsóttu nat.is 7314 og 16846 síður skoðaðar. Nat.is fékk í júlí 2006 um 150.000 heimsóknir og fimmtudaginn 28. april 2006 heimsóttu nat.is 8.621. Þessar tölur sýna að nat.is er mestskoðaði ferðavefur á Íslandi.


Það mun koma þér betur á heimskortið, enda sýna leitarvélar hvert stefnir með nat.is
Sjá: 
www.google.com

Ferðamálastofa hefur skráð NAT.IS sem UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ samkvæmt lögum um skipan ferðamála nr. 73/2005.

.

 nat.is
.
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa hjá okkur er bent á að senda okkur línu á nat@nat.is  eða að hafa samband í síma 898-0355.
,

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM