vatnajokulsþjóðgarður,

VATNAJÖKULL

Flag of Iceland
Þjóðgarðar


Gönguleiðir Ísland

 

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 7. júní 2008.  Hann nær í upphafi yfir 12.000 ferkílómetra svæði (12% landsins).  Hann er þegar við stofnun hinn stærsti í Evrópu.  Hinn 10. nóvember 2006 samþykkti Alþingi frumvarp um stofnun hans síðla árs 2007 eða í upphafi árs 2008.  Hann nær yfir þjóðgarðana Skaftafell og Jökulsárgljúfur og næstum allan Vatnajökul og áhrifasvæði hans, Hágönguhraun, Veiðivatnahraun, Vesturöræfi, Snæfell, Eyjabakka og hluta Hrauns norðan jökuls.  Mestur hlutil lands innan þjóðgarðsins er ríkiseign.

Stjórn þjóðgarðsins nær einnig yfir nokkur náttúruverndarsvæði, sem verða líklega hluti hans í framtíðinni. Langasjávarsvæðið varð hluti þjóðgarðsins árið 2010.  Mörkin liggja í beinni línu eftir Breiðbak, en ná ekki alveg að Tungnaá.  Lakagígar voru hluti Skaftafellsþjóðgarðs við sameininguna við Jökulsárgljúfur.  Eftir stækkunina 2010 mælist hann u.þ.b. 13.700 ferkílómetrar eða 13-14% af flatarmáli landsins.


Gestastofur þjóðgarðsins eru í Ásbyrgi, við Mývatn, að Skriðuklaustri, á Höfn, í Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri.

Aðsetur landvarða Vatnajökulsþjóðgarðs eru við Drekagil í Dyngjufjöllum, í Herðubreiðarlindum, Kverkfjöllum, Hvannalindum, við Snæfell, á Lónsöræfum, á Heinabergssvæðinu, við Hrauneyjar, í Nýjadal/Jökuldal  Vonarskarði og í Langasjávarsvæðið.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM