Gjain in Eldborg Reykjanes,

Gönguleiðir Reykjanes


G
UNNUHVER

 

.

Buses-Flights
Ferries-Car rentals

Hverasvæði á Reykjanesi
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi. Gunnuhver er þekktasti hverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn.

Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í lok júní 2010 voru nýjir göngupallar og útsýnispallar, þar sem er aðgengi fyrir alla, teknir í notkun.

Aukin virkni hefur í dag verið í Gunnuhver 15. sept. 2014 og hefur lögreglan þurft að loka öðrum útsýnispallinum á hverasvæðinu vegna hættuástands sem þar hefur skapast. Leir þeytist marga metra í loft upp úr sjóðandi hver og mikil gufa stígur einnig upp úr hvernum.


Gunnuhver 15. sept. 2014
Nýr goshver við Gunnuhver
Nýr goshver við Gunnuhver 16. sept. 2014


BACK               Nat.is - Box 8593 108 Reykjavik- tel.: +354-898-0355 - nat@nat.is - about us - sources               HOME