Íslenska Kirstkirkjan,

Meira um Ísland


ÍSLENZKA KRISTKIRKJAN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Íslenska Kristskirkjan er lútherskur fríkirkjusöfnuður, viðurkennt skráð trúfélag og veitir meðlimum sínum alla almenna kirkjulega þjónustu svo sem skírn, fermingu, hjónavígslr og útfarir. Söfnuðurinn á bakgrunn sinn í samtökunum Ungt fólk með hlutverk, sem störfuðu í 21 ár sem leikmnannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Íslenska Kristskirkjan var stofnuð haustið 1997. Kenningargrundvöllur kirkjunnar er hinn sami og annarra lútherskra safnaða. Við leggjum áherslu á að söfnuðurinn höfði til sem flestra og því er guðsþjónustuformið frjálslegt og tónlistin nútímaleg.

GUÐSÞJÓNUSTUR OG SAMKOMUR

Frá 1. september til 30. maí eru guðsþjónustur á sunnudögum kl. 11:00. Þar er fræðsla fyrir börn og fullorðna. Börnunum er skipt í þrjá aldurshópa og fá þau fræðslu við sitt hæfi á meðan fullorðnir fá sína fræðslu. Einu sinni í mánuði er heilög kvöldmáltíð. Samkomur eru alla sunnudaga kl. 20:00, allt árið um kring, með léttri tónlist, fyrirbæn og lifandi predikun.

BARNA OG UNGLINGASTARF

Við leggjum mikið upp úr góðri fræðslu og uppbyggingu fyrir börn og unglinga. Unlingasamkomur er á föstudagskvöldum kl 20:30. Unga fólkið hittist reglulega einu sinni í viku í heimahópum. Þar á það samfélag saman og uppfræðast um kristindóminn, lífið og tilveruna.

ANNAÐ STARF

Í kirkjunni er fjölbreytt starf. Söfnuðurinn stendur fyrir ýmsum námskeiðum svo sem alfanámskeiðum, hjónanámskeiðum, bænanámskeiðum og fleiru. Einnig er veitt fjöldkylduráðgjöf, sálgæzla og fyrirbænir. Fólki er gefinn kostur á að taka þátt í starfi heimahópa sem hittast reglulega í heimahúsum og eiga þar samfélag saman.

PRESTAR SAFNAÐARINS

Friðrik Schram og Olaf Engsbråten.

STAÐSETNING KRISTSKIRKJUNNAR

Íslenska Kristskirkjan er til húsa að Fossaleyni 14 í Grafarvogi.


Upplýsingar frá Íslenzku Kristkirkjunni.

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM