Hvammstangi North Iceland,

Ferðavísir Norðurland


Selasetur Íslands Hvammstanga

 

Menning & saga


Bus to Hvammstangi


Skoðunarferð um Vatnsnes
Selaskoðun á Söguslóðum
.


[Flag of the United Kingdom]
In EnglishGönguleiðir Ísland


Hvammstangi
Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Brekkugata 2 -
530 Hvammstang
i

selasetur@selasetur.is


Boat Seal watching tours
from Hvammstanga

Hringvegurinn um Vatnsnes er u.þ.b. 100 km langur en vel þess virði að leggja lykkju á leið sína. Þar er margt skoðunarvert, s.s. Hvítserkur, selalátur, fuglalíf og útsýni er frábært á góðum degi.

Ferðin hefst frá Selasetri Íslands á Hvammstanga kl. 16:00 og endar á sama stað kl. 19:40.

Ekið frá Selasetrinu  um söguslóðir og selalatur first er stoppað við Illugastaði á vestanverðu Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu á sér þekkta sögu. Natan Ketilsson (1795-1828) bjó þar síðustu æviár sín. Næsta staður er Hvítserkur rís úr sæ við vestanverðan botn Húnafjarðar (15 m) skammt innan við bæinn Súluvelli. Bærinn Ósar eru sunnan Hvítserks. Brimrofið hefur gatað helluna, þannig að hún hefur yfirbragð steinrunninnar ófreskju. Síðan Borgarvirki sem er áberandi kennileiti, þegar ekið frá Víðihlíð norður yfir Víðidalsá. Samkvæmt munnmælum sátu Borgfirðingar með óvígan her um Borgarvirki og álitu, að brátt færi að þrengjast um matföng hjá Húnvetningum. Áður en haldið til baka til Hvammstanga er stoppað við Kolagljúfur gljúfrin voru nefnd eftir tröllkerlingunni Kolu, sem þjóðsagan segir að hafi búið þar og fleiri örnefni eru tengd henni á þessum slóðum. Bærinn Kolugil er skammt austan gljúfranna.


Ferðatíðni:

Frá Hvammstanga kl.
og til baka á  Hvammstanga

Verð kr.
Börn 12-15  50%
Börn   0-11  frítt


Vatnsnes

Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og bændur í héraðinu. Þarna hefur verið verzlunarstaður síðan 1846. Smám saman byggðist upp útgerð (aðallega rækja) og fiskverkun. Íbúarnir hafa sýnt mikinn dugnað við uppbyggingu fjölbreyttrar ferðaþjónustu, sem fer sívaxandi ár frá ári. Ásamt náttúruskoðun almennt, er lögð mikil áherzla á sela- og fuglaskoðun. Sívaxandi fjöldi ferðamanna staldrar við á Hvammstanga til að njóta fagurrar og friðsællar náttúru Vatnsnessins, sem er ekki eins langt úr alfaraleið og margir halda. Ferð um Vatnsnes ber fortíðinni og náttúruöflunum þögult vitni.

Árið 2006 var Selasetur Íslands opnað við hátíðlega athöfn (26. júní) eftir mikið starf ósérhlífinna sjálfboðaliða og frumkvöðla. Það er menningarauki fyrir gesti að líta þar inn.


Vegalengdin frá Reykjavík er 198 km um Hvalfjarðargöng.

Staðarskáli 34 km. <Hvammstangi> Laugarbakki 7 km, Blönduós 58 km.


.


BACK               Nat.is - Box 8593 108 Reykjavik- tel.: +354-898-0355 - nat@nat.is - about us - sources               HOME