Ánavatn á Jökuldalsheiði,

Veiðileyfi Asturland


Skilið veiðiskýslum


ÁNAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ánavatn er 7 km langt stöðuvatn á Jökuldalsheiði. Það er 4,9 km², dýpst 24 m og í 522 m hæð yfir sjó. Botnalækur og fleiri lækir renna til þess, en Þverá rennur úr því til suðurs í Þverárvatn og þaðan áfram til Jökulsár, rétt við Brú.

Vatnið er u.þ.b. 5 km frá hringveginum og akfært er að því bæði að norðan og sunnan. Við suðurenda þess er Heiðarsel, sem fór í eyði 1946, síðasti bær í byggð á heiðinni. Veturhús eru eyðibýli austur af Ánavatni norðan til, við tjörn, sem dregur nafn af þeim og rennur lækurinn Göndull úr tjörninni í vatnið. Væn 2-8 punda bleikja er í vatninu. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 598 km um Hvalfjarðarg.  og um 100 km frá Egilsstöðum.


 

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM