Arnarvatn litla Arnarvatnsheiði,

Skilið veiðiskýslum


ARNARVATN LITLA
GPS KORT

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Arnarvatn litla er á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu. Það er 2,15 km², fremur grunnt og í 440 m hæð yfir sjó. Í það rennur Krummavatnslækur úr Arfavötnum að norðan. Útfallið til næstu vatna er til suðurs.

Stór og góður silungur er í vatninu, bæði bleikja og urriði. Netaveiði hefur verið stunduð í vatninu til að halda stofninum í skefjum. Arnarvatn litla er nokkuð miðsvæðið í veiðivatnaklasa heiðarinnar. Nokkru austan við það, í Álftakróki, er leitarmannaskáli. Sæmilega jeppafært er að vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM