Ásmundarnestjörn,

Skilið veiðiskýslum


ÁSMUNDARNESTJÖRN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Ásmundarnestjörn er lítil tjörn í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Í hana er sleppt eldisfiski og veiðileyfin, sem eru 3 á dag, gilda í hana alla. Veiðin er mest snemma morguns og þar krækja menn í bleikju, sjóbirting og lax. Endanlegt verð veiðileyfa byggist á aflanum, sem er dreginn að landi. Börn þurfa aðeins að greiða fyrir aflann. Norðan við tjörnina er ekta Strandafjara með rekaviði og fjörugu fuglalífi. Fólk, sem hefur áhuga á að komast í sjóstangaveiði, þarf ekki annað en að bregða sér til Hólmavíkur.

Vegalengdin frá Reykjavík er 3O8 km um   Hvalfjarðargöng og 35 km frá Hólmavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM