Baulárvallavatn,P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir .

BAULÁRVALLAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Baulárvallavatn er inn af Dufgusdal 193 m.y.s., 47 m djúpt og 1,6 km². Það er gott veiðivatn. Fyrrum var það þekkt fyrir skrímsli, sem áttu að halda sig í því, og stundum sáust fimm slík sóla sig á daginn og skríða út í aftur á kvöldin. Þetta er gott og vinsælt veiðivatn, sem gefur bæði urriða og bleikju. Fiskur er og af þokkalegri stærð af vatnafiski að vera.  Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi liggur að vatninu. Bærinn Baulárvellir stóð við Baulá, skammt sunnan vatnsins, en fór í eyði á síðustu öld. Voru bæjarhús öll niðurbrotin um nótt, en konan var ein heima með börn. Komst hún nauðuglega undan. Þar eð engin gaf sig fram um að vera valdur að þessu verki, höfðu menn fyrir satt, að óvættur úr vatninu hefði brotið bæinn, eins og lesa má um í ævisögu séra Árna þórarinssonar eftir meistara Þórberg.

VESTURLAND MENNING OG SAGA
 

Veiðisvæðið, sem Veiðikortið gildir fyrir, er frá norðurbakka Vatnsár að útfalli Straumfjarðarár.

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabil hefst þegar ísa leysir og stendur fram til 30. september. 

Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn.  Fiskur getur legið djúpt og þarf þá að sökkva agninu.  Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði.  Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og þá er gott að nota flugu. 


Tengiliður á staðnum / veiðivörður:

Vegamót S: 435-6690 og Ástþór S:894-4096.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 183 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM