Bessastaðavötn,

Veiðileyfi Asturland


Skilið veiðiskýslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Veiðistaðir

BESSASTAÐAVÖTN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Bessastaðavötn eru í Fljótsdalshreppi á Fljótsdalsheiði í N-Múlasýslu. Þau eru 1,4 km², nokkuð djúp og í 657 m hæð yfir sjó. Samband er á milli þeirra en lítið rennur til þeirra ofanjarðar. Frá þeim rennur Lambakíll til Bessastaðaár, en hún rennur til Lagarfljóts.

Yfir heiðina lá fyrrum fjölfarin, vörðuð leið fram hjá vötnunum. Hún er slarkfær jeppum. Bleikja er í vötnunum, bæði stór og góð. Netaveiði hefur verið reynd með góðum árangri. Silungsseiði voru tekin úr bæjarlæk og sleppt í vötnin, en ekki er vitað um árangur af þeirri aðgerð. Vegalengdin frá Reykjavík er 713 km um Hvalfjarðargöng og 50 frá Egilsstöðum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM