Botnsvatn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


BOTNSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Botnsvatn tilheyrir Húsavík í S-Þingeyjarsýslu. Það er skammt suðaustan kaupstaðarins. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar. Góður vegur liggur til vatnsins og nokkuð meðfram því.

Umhverfi vatnsins er hlýlegt. Suðvestan þess er nokkuð gróin heiði, en á móti eru fjöll niður að vatnsborði. Mikið er af bleikju í vatninu, fremur smárri, en allgóðri. Stangafjöldi er ekki takmarkaður. Netaveiði þyrfti líklega að vera meiri í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi. Frítt er að veiða í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er 480 km um Hvalfjarðargöng og örstuttur spölur frá Húsavík.

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM