Brúará,
[Flag of the United Kingdom]
In English

P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýslum

Skálholt/Laugarás Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir

BRÚARÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Brúará er önnur stærsta lindá landsins og á upptök sín handan Brúarskarða. Hún ber nafn af horfnum, náttúrulegum steinboga, sem létti fólki leiðina yfir hana. Bryti nokkur í Skálholti braut hann niður að undirlagi einnar húsfreyjanna að Skálholti til að minnka gestanauð á staðnum.

Áin er um 38 km löng og sameinast Hvítá fyrir neðan Iðu. Bestu veiðisvæðin eru 4-5 km norðan og 2,5 km sunnan brúarinnar á þjóðvegi 35. Þarna eru fallegir og góðir veiðistaðir, þar sem veiðist bleikja, sjóbirtingur og einstaka lax. Brúará er góður kostur fyrir reynda fluguveiðimenn. Vegalengdin frá Reykjavík er 85 km.


 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM