Eiðisvatn Langanesi,

Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


EIÐISVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eiðisvatn er í Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu á sunnanverðu Langanesi. Það er 1,9 km², dýpst 3 m og í 1 m hæð yfir sjó. Þrílækir falla til þess og frárennslið er til Eiðsvíkur. Slarkfær vegur liggur að vatninu, fær flestum bílum.

Óhemjumikið af bleikju er í vatninu, mjög góður fiskur. Fyrir nokkrum árum var kostað miklu til að koma laxi í vatnið til að reyna hafbeit. Árangur er svipaður og annars staðar á landinu. Stórt íbúðarhús er á Eiði með mörgum herbergjum. Fjöldi stanga er ótakmarkaður. Netaveiðin í vatninu hefur haldið bleikjustofninum í góðu jafnvægi.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 647 km um Hvalfjarðargöng og 18 km frá Þórshöfn.

 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM