Eyrarvatn, Þórisstaðavatn, Geitabergsvatn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi 


 GLAMMASTAÐAVATN ( ÞÓRISSTAÐAVATN)
GEITABERGSVATN

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skilið veiðiskýrslum

 

Öll þessi stöðuvötn liggja í röð í Svínadalnum við leiðina norður frá Ferstiklu og Saurbæ í Hvalfirði um Geldingadraga í Skorradal. Þau eru samtals 3,12 km² og eru í 77 m hæð yfir sjó. Dýpi þeirra er 12-24 m. Sumarbúðir KFUM eru í Vatnaskógi við Eyrarvatn og leiðin þangað liggur fram hjá Norræna menntasetrinu upp úr Hvalfirðinum.  Veiðin í vötnunum byggist á urriða, bleikju og sjóbirtingi. Fiskurinn er oftast 1-3 punda en alloft veiðast 5-12 punda urriðar, einkum í Þórisstaða- og Geitabergsvatni Áin milli Geitabergs- og Þórisstaðavatns heitir Þverá og á milli Þórisstaða- og Eyrarvatns er Selós. Þegar vel árar, gengur talsvert af laxi í vötnin og veiðivon í báðum sprænunum er góð, ef sumur eru vætusöm. Veiðileyfin er seld sérstaklega fyrir hvert vatn.  Sé leigður bátur, er eitt veiðileyfi innifalið og aðeins ein stöng er leyfð í hvora ána, Selós og Þverá á dag, þannig að þar verður að panta veiðileyfi fyrirfram.
Vegalengdin frá Reykjavík er 75 km (skemmra um Hvalfjarðargöng).

Veiðisvæðið:
Allt Geitabergsvatn, allt Þórisstaðavatn og norðanvert Eyrarvatn. 

Veiði:
Mest veiðist af urriða í vötnunum, en einnig bleikju. Lax veiðist stöku sinnum. Silungar geta orðið mjög vænir.

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá kl. 07.00 til kl. 23.00.  Aðeins má veiða til kl. 21.00 eftir 20. ágúst.

Tímabil:
Frá byrjun 1. apríl og fram til 25. september

Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Nokkuð jöfn veiði yfir veiðitímabilið.

Þórisstaðir eru í eigu Stjá (Starfsmannafélags Íslenska Járnblendifélagsins), en eru í útleigu til einkaaðila. 
Mjög gott aðgengi er að vötnunum og henta þau því mjög vel fyrir fjölskyldufólk og fatlaða.  Í næsta nágrenni má finna golfvöll, hótel, sveitakrá, hestaleigu, sundlaug og sölubúð.

Reglur:

Veiðileyfi í vötnunum gilda ekki í ánum, Þverá og Selós. Öll umferð um árnar er stranglega bönnuð og eru þær vel merktar.  Korthafar eiga að skrá sig á Þórisstöðum og sýna þar Veiðikortið og persónuskilríki.  Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og akstur utan vega er stranglega bannaður. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Veiðivörður:

Elvar Grétarson á Þórisstöðum, s: 691-2272. snilldarferdir@gmail.com This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - www.snilldarferdir.is. 
Mjög gott aðgengi er að vötnunum og henta þau því mjög vel fyrir fjölskyldufólk og fatlaða.  Í næsta nágrenni má finna golfvöll, hótel, sveitakrá, hestaleigu, sundlaug og sölubúð.
 


Þórisstaðavatn


Eyrarvatn

Geitbergsvatn


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM