Eyvindará,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Veiðistaðir

EYVINDARÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Eyvindará er í Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. Talin bæði lindá og dragá. Upptökin eru í Eyvindaárdölum (Slenjudal, Tungudal og Svínadal). Áin fellur í Lagarfljót skammt utan Egilsstaða.

Umhverfið er Egilstaða-, Miðhúsa- og Dalhúsaskógur. Í Eyvindará er vænn fiskur bæði urriði og bleikja, talin koma úr Lagarfljóti. Einnig er þar sjóbirtingur, sem gengur upp stigann við Lagarfljótsvirkjun. Eyvindará er að mestu lindá, og er ein fegursta á landsins, silfurtær og rennur um skógi vaxið land, full af flúðum og fögrum hyljum.

Miðhúsaá á upptök á Fjarðarheiði og sameinast Eyvindará við Miðhús.  Hún skartar m.a. Folaldafossi, Gufufossi og Fardagafossi, sem er efstur.  Hellir er undir honum.  Þar bjó tröllkerling og hann var sagður liggja gegnum fjallið til Gufufoss í Fjarðará.  Fjalla-Eyvindur er sagður hafa dvalið í þessum helli um hríð, þar til menn í Eiðaþinghá ráku hann brott.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 710 km og rétt við Egilsstaði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM