Fjarðará í Norðfirði,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir Veiðistaðir

FJARÐARÁ/NORÐFJARÐARÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skilið veiðiskýrslum

Fjarðará er í Norðfjarðarhreppi, Suður-Múlasýslu. Upptök hennar eru á Hraundal og Fannardal og í hana renna margir lækir á leiðinni til sjávar uns hún fellur í botn Norðfjarðar.

Umhverfið er margbreytilegt og að mestu gróið. Í Fjarðará er sjógengin bleikja, allgóð stærð og oft góð veiði. Stöku lax hefur fengist en er þó undantekning. Veiðistaðirnir eru margir víðsvegar með ánni. Fiskurinn gengur fremur seint í ána og tekur oft við sér eftir miðjan júlí, en fer það þó nokkuð eftir árferði.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 780 km og 71 km frá Egilsstöðum.TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM