Fljótavatn,

Veiðileyfi Vestfirðir


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir .

FLJÓTAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fljótavatn er í Sléttuhreppi í N-Ísafjarðarsýslu. Það er 3,9 km², grunnt og í 1 m hæð yfir sjó. Bæjará, Svíná, Hvanná, Reyðá og fleiri lækir falla í það, en útfallið er um ós í Fljótavík. Vegasamband er ekkert og samgöngur eru á sjó. Lenda má litlum flugvélum á sandinum niðri við sjóinn.

Umhverfi vatnsins er gróið og víða mikið blómaskrúð. Í vatninu er bæði vatnableikja og urriði, einnig sjóbleikja og sjóbirtingur neðan til. Hann er fremur smár.

Bleikjan er stærri og miklu meira af henni. Þar orð lá á, að ísbirnir kæmust ekki heim að bæjum í Fljótum meðan búseta héldist þar. Áttu kennileiti við sjóinn að villa þeim sýn.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM