Hópsvatn, Flókadalsvatn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


HÓPSVATN - FLÓKADALSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Þessi vötn eru í Haganeshreppi í Skagafjarðarsýslu. Hópsvatn er 1,15 km², fremur grunnt og í 2 m hæð yfir sjó. Aðrennsli þess er Flókadalsá en útfallið um Sandós til sjávar. Flókadalsvatn er 0,78 km², nokkuð djúpt og í 15 m hæð yfir sjó. Flókadalsá rennur í gegnum það til Hópsvatns. Sami stofn af fiski er í báðum vötnum, sjóbirtingur og sjóbleikja, 2-3 pund.

Nokkuð er af vatnableikju og urriða og lax gengur um þau. Veiðihús er austan vatnanna, nálægt Minni-Reykjum. Góður vegur er meðfram vötnunum.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 430 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 112 km frá Akureyri um Lágheiði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM