Gjögursvatn,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


GJÖGURSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skilið veiðiskýrslum

 

Gjögursvatn er í Árneshreppi í Strandasýslu. Það er 0,45 km², grunnt og í 42 m hæð yfir sjó. Úr því rennur Landamerkjalækur til sjávar.

Gott er að komast að vatninu, því þjóðvegurinn liggur meðfram því. Umhverfið er gróið og fagurt í góðu veðri, eins og víðast í Strandasýslu. Bleikja er í vatninu. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 415 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng) og 100 frá Hólmavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM