Grænavatn Veiðivatnasvæðið,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

GRÆNAVATN,
VEIÐIVATNASVÆÐIÐ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þetta er allstórt vatn, umvafið ævintýraljóma og sögum um stóra fiska. Þar var náttúrulegur stofn í tengslum við Ónýtavatn um Kvíslarnar, þar sem er aðalhrygningarsvæðið. Stangveiði hófst ekki fyrr en fyrir fáum árum og vatnið var næstum ofveitt með netum. Árið 1994 var veiði bönnuð. Æti er mikið í vatninu, flugur, púpur, ormar, kuðungar og hornsíli og skötuormurinn kemur fram um miðjan júlí. Veiði er góð við áveðursbakka. Grænavatn liggur að Snjóöldufjallgarði og nánast er gróðurlaust meðfram því. Það er í 579 m hæð yfir sjó, 3,3 km², dýpst 13,5 m, 22,2 Gl, meðaldýpi 6,8 m, lengst 3 km og breiðast 1,6 km.

Veiðin hefur verið að aukast frá 1994 (256 1998). Makríll er jafnbezta beitan. Spúnar gefa vel og löng köst. Fluguveiðin gengur ekki eins vel en helzt með 8-10 ein- og tvíkrækjum og streamer. Helztu veiðistaðirnir eru: Fjaran, Höfðavík, Gjótan, Netafjara, Botn og Raninn. Miðja vegu milli Botnsins og Ranans, undir austurhlíðinni er blettur með dýpi, sem hefur gefið fisk, þótt hann sé ekki talinn með veiðistöðunum.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM