Þórarinsvatn, Svínavatn, Galtarvatn, Refkelsvatn,
00077.jpg (11413 bytes)
Hálendisveiðivötn


Skilið veiðiskýrslum


ÞÓRARINSVATN - SVÍNAVATN - GALTARVATN - REFKELSVATN
GRÍMSTUNGUHEIÐI
GPS KORT
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Fjögurra vatna á Grímstunguheiði skal getið hér: Þórarinsvatn, 493 m.y.s. og 0,95 km²; Svínavatn, 491 m.y.s. og 1,2 km²; Galtarvatn, 515 m.y.s. og 0,84 km²; Refkelsvatn, 480 m.y.s. og 0,82 km². Norður frá Galtarvatni rennur Svínavatnslækur og annar til, en Refkelslækur kemur úr Refkelsvatni.

Allir falla þeir í Vatnsdalsá. Góð bleikja er í þessum vötnum og bændur veiddu þar áður með netum. Vötnin eru á afrétti Ás- og Sveinsstaðahreppa. Allsæmilegur jeppavegur liggur upp úr Vatnsdal. Hann liggur á milli vatnanna og áfram suður í Fljótsdrög.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 220 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM