Gufudalsá,


Skilið veiðiskýrslum


GUFUDALSÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þessi á er afbragðsgóð, fjögurra stanga sjóbleikjuá með smálaxavon í Austur-Barðastrandarsýslu. Nýtt veiðihús er við ána. Í Gufudalssveit eru hálsar víða gróðurlitlir en láglendið grösugt og hlíðar víða kjarri vaxnar.

Fyrrum voru samgöngur erfiðar, s.s. um Gufudalsháls, þar sem er Gvendaraltari. Guðmundur biskup góði er sagður hafa sungið þar messu og vígt götuna yfir hálsinn, sem þótti viðsjálverð, einkum í harðfenni og dimmviðri á vetrum, því að árgljúfur eru fyrir neðan. Gufufjörður, Gufudalur og fleiri örnefni eru kennd við Ketil gufu Örlygsson, sem nam Gufufjörð og Skálanes til Kollafjarðar samkvæmt Landnámabók.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM