Gunnarssonavatn,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

GUNNARSSONAVATN
.GPS KORT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Gunnarssonavatn er á norðurmörkum Mýrarsýslu. Stærð þess er 2,38 km², það er grunnt og það er í 541 m hæð yfir sjó. Gunnarssonavatnslækur rennur úr því til norðurs í ótal hlykkjum um mörg vötn og breytir oft um nöfn.

Mikill og allvænn fiskur er í vatninu, bæði bleikja og urriði. Samkvæmt sögunni um nafngift vatnsins höfðu staðið harðindi lengi vetrar eins og orðinn bjargarskortur á mörgum bæjum. Þá fóru bræður tveir, Gunnarssynir, úr Miðfirði til vatnanna, vökuðu niður um ís og dorguðu upp öfugugga og neyttu. Þeir dóu báðir.

Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 200 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM