Hávaðavötn,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

HÁVAÐAVÖTN
GPS KORT

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hávaðavötn eru á Arnarvatnsheiði í Mýrarsýslu drjúgan spöl norður af Úlfsvatni. Stærð þeirra er 1,9 km², þau eru grunn og í 455 m hæð yfir sjó.

Tvær kvíslar renna í þau að norðan og útfallið er til Gilsbakkaár og Úlfsvatns í suðri. Þessi vötn eru mjög fiskauðug, bæði bleikja og urriði, stór og góður. Mikill fiskur er líka í lækjunum, sem renna í og úr vatninu. Stytzt er til vatnanna frá Úlfsvatni, en það er drjúgur gangur.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM