Heiðarvatn,
[Flag of the United Kingdom]
In English


Veiðileyfi Suðurland


Skilið veiðiskýrslum


HEIÐARVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Heiðardalur

 

Heiðarvatn er í Mýrdal, 200 ha að stærð og dýpst 30 m. Vatnsá rennur úr því í Kerlingadalsá, sem fellur til sjávar austan við Vík. Snyrtiaðstaða er við vatnið og veiðileyfin, sem eru ekki takmörkuð við fjölda, gilda í því öllu.

Vatnableikja, urriði og sjóbirtingur fást í vatninu og stundum stakur lax. Fiskur er mest smár, en sjóbirtingurinn getur verið allt að 10-13 pund og svo eru laxarnir yfirleitt nógu vænir til að slíta silungalínurnar. Það er hægt að aka alla leið að vatninu.
Heiðarvatn er nú í eigu svisslendings Rudolph Lamprecht. Vegalengdin frá Reykjavík er um 190 km
og 10 km. frá Vík.


 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM