Hítará,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi Vesturland


Skilið veiðiskýrslum


HÍTARÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Hítará er talsvert vatnsmikil bergvatnsá á Mýrunum og kemur úr Hítarvatni. Fornfræg vegna langtímadvalar Jóhannesar á Borg við hana fyrr á öldinni. Veiðihúsið Lundur er einnig frægt að endemum fyrir glæsilegt safn uppstoppaðra fugla og fleiri gamallra gripa. Ánni er skipt í nokkur svæði. Aðalsvæðið er veitt með 4-6 stöngum og er gjöfulast við Lund, nokkru niður fyrir brú og nokkuð upp fyrir brú. Tvö svæði eru ofar og ná til árinnar ofan svokallaðs Grettisbælis og þveránna Tálma og Grjótár. Góð laxveiði, en nokkuð sveiflukennd, er í ánni og hleypur sumaraflinn á bilinu 200 til 1000 laxar.

Áin er talin nokkuð köld og erfið uppvaxandi seiðum, auk þess sem mikið ger sela er í ósnum og selir synda oft alveg inn að Brúarfossi.Megnið af aflanum veiðist á aðalsvæðinu. Þar veiðist einnig drjúgt af mjög vænni sjóbleikju sem gengur snemma sumars. Efri svæðin eru með laxavon og staðbundnum urriða- og bleikjustofnum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ánna á leigu.

Brúarfoss er bær á syðri bakkanum og foss í ánni við þjóðveginn, rétt vestan brúar.  Þar er veiðimannahús og sumarbústaður.  Þarna bjó veitingamaðurinn og glímukappinn Jóhannes Jósefsson (1883-1967) í sumarfríum í mörg ár.  Við fossinn eru fallegir og sérstakir skessukatlar.
Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM