Hólmavatn á Langanesi,

Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


HÓLMAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hólmavatn er í Sauðaneshreppi á Langanesi í N-Þingeyjarsýslu. Það er 0,5 km², grunnt og í 20 m hæð yfir sjó. Í það rennur lækur frá Skiphólatjörn og frárennslið er um Krossós til sjávar.

Vegurinn til Eiðis liggur meðfram vatninu. Mikill fiskur er í því, urriði og bleikja, allvæn. Ágætur fiskur er líka í Skiphólstjörn. Engin takmörkun er á stangafjölda á dag. Netaveiði hefur verið stunduð lengi í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er 644 km um Hvalfjarðargöng og 15 frá Þórshöfn.
TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM