Höskuldsvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


HÖSKULDSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Höskuldsvatn er í Reykjahreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 1,26 km², mjög grunnt og í 262 m hæð yfir sjó. Vatnið er uppi á Reykjaheiði, steinsnar frá Húsavík. Vegurinn er fær öllum bílum í þurru.

Bleikja er í vatninu, allgóður fiskur, og eitthvað hefur verið sett í það af seiðum. Netaveiði hefur verið reynd með góðum árangri. Höskuldur hét landnámsmaðurinn, sonur Þorsteins þurs. Hann nam lönd öll fyrir austan Laxá og bjó í Skörðuvík. Vatnið er kennt við hann, því hann drukknaði í því. Vegalengdin frá Reykjavík er 490 km um Hvalfjarðargöng og 10 km frá Húsavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM