Ölfusá Hraun,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

Ölfus Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir

ÖLFUSÁRÓSAR
OG HRAUN Í ÖLFUSI

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Ölfusá er ein laxauðugasta veiðiá landsins og jafnframt er þar mikið af sjóbirtingi og bleikju. Neðst við Ölfusá er er bærinn Hraun, sem veiðistaðurinn er nefndur eftir.

Við ósa Ölfusá er jafnframt kjörinn veiðistaður sem er skammt frá veitingastaðnum Hafið Bláa.


Á Hrauni tóku sunnlendingar af lífi Lénarð fógeta. Eru þess fleiri dæmi, að þeir höfðu þann hátt á sem öruggastur var til að losna við valdsmenn, sem yfirgang sýndu, en í dag eru menn með veiðistöngina eina að vopni, þar sem Hraun er eftirsóttur staður til silungsveiða, en þar hefst veiðitímabilið 1. apríl.Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.

Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.
Hraun í Ölfusi er u.þ.b. 50 km frá Reykjavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM