Hraunsfjarðarvatn,,P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

 

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir .

HRAUNSFJARÐARVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hraunsfjarðarvatn dregur nafn af Hraunsfirði í Helgafellssveit. Það er nokkuð norðan Baulárvallavatns og er gott veiðivatn. Bæði urriði og bleikja finnast í vatninu og hermt er, að fiskur þar sé ágætlega vænn. Það er 2,52 km², dýpst 80 m og er í 207 m hæð yfir sjó.

Það hefur afrennsli úr suðausturhorni um Vatná til Baulárvallavatns. Ekki er akfært að Hraunsfjarðarvatni, en u.þ.b. hálfrar stundar gangur þangað frá Selvallavatni. Fleiri gönguleiðir liggja að vatninu, s.s. frá bænum Hraunsfirði.

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Veiðitímabil hefst þegar ísa leysir og stendur fram til 30. september. 

Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn.  Fiskur getur legið djúpt og þá þarf að sökkva agninu.  Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði.  Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og er þá gott að nota flugu. 
Korthafar þurfa að skrá sig í Vegamótum og sýna þarf bæði Veiðikortið og persónuskilríki. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

 
Tengiliður á staðnum / veiðivörður:

Veiðihúsið Straumfjarðará s: 435-6674.

Vegamót s: 435-6690.

Vegalengdin frá Reykjavík er 246 km (42 km styttri um Hvalfjarðargöng).


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM