Hraunsvatn,

Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


HRAUNSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hraunsvatn er í botni Vatnsdals milli Þverbrekkufjalls og Háafjalls í Öxnadal. Með öðrum orðum fyrir neðan Hraundranga. Flatarmál þess er 0,73 km², víða 10-12 m djúpt og það er í 492 m hæð yfir sjó. Veiðileyfi gilda í allt vatnið og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Veiðin er vatnableikja og er mjög misjöfn.

Stærðin er allt frá smælki upp í 6 pund. Gangan upp að vatninu er 2,5 km og tekur ½ - 1 klst.

Fyrrum var dorgað í gegnum ís á vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er 398 km um Hvalfjarðargöng og 37 km frá Akureyri.

Skáldið Jónas Hallgrímsson ólst upp á bænum Hrauni í Öxnadal. Faðir hans var prestur þar, en hann drukknaði í Hraunsvatni, þegar Jónas var barn.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM