Hraunsvatn á Skaga,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


HRAUNSVATN
og fleiri á Skaga

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þetta er mikill vatnaklasi yzt á norðaustanverðum Skaga í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Hraunsvatn er 0,5 km² og í 43 m hæð yfir sjó. Kollusátursvatn er 0,6 km² í 23 m hæð yfir sjó. Efranesvatn er 0,3 km² í 37 m yfir sjó. Hörtnárvatn er 0,42 km² í 14 m yfir sjó. Torfavatn er 0,18 km² í 1-2 m yfir sjó.

Öll vötnin eru fremur grunn og eru miklu fleiri en hér eru talin.. Þau eru um margt lík hverju öðru og gjarnan rennsli á milli þeirra. Þar kemur Nesá mest við sögu og á þremur stöðum rennur frá vötnunum til sjávar. Gott vegasamband er til flestra vatnanna, því að þjóðvegurinn liggur í nánd margra þeirra. Mikið er af bleikju og urriða í vötnunum. Þetta er talinn góður fiskur.

Vegalengdin frá Reykjavík er 359 km um Sauðárkrók og um Hvalfjarðargöng og 50 km frá Sauðárkróki.


 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM