Hraunvörn, Skeifan,,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

HRAUNVÖTN - SKEIFAN
VEIÐIVATNASVÆÐIÐ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hraunvatnasvæðið er fegurst allra svæða í Veiðivötnum og þar er fiskur af öllum stærðum. Ótal tjarnir og gjár eru samtengdar fyrir austan og sunnan aðalvötnin og þar hafa veiðimenn fengið 10-13 punda fiska. Líklega hefur verið náttúrulegur stofn í þessum vötnum en hann var efldur l965 með klaki. Þekktust eru stóru Hraunvötnin og Skeifan. Fiskur er víða á stöðli í vestara vatninu. Fluguveiðimenn hafa lagt sérstaka rækt við  þessi vötn, þótt beitu og spúnaveiði sé algengust. Náttúrulegt æti er mikið, flugur, púpur, ormar, kuðungar og hornsíli. Skötuormurinn kemur fram um miðjan júli. Í stærstu vötnunum er góð veiði við áveðursbakka. Hraunvötn eru vatnaklasi í hrauni með dálitlum gróðri og stingur mjög í stúf við auðnina umhverfis. Þau eru í 590 m hæð yfir sjó, 2,4 km², dýpst 21 m, 12,8 Gl, meðaldýpi 5,3 m, lengst 4 km og breiðust 1,3 km. Hraunvörn eru þriðju gjöfulust Veiðivatnanna og veiðin hefur sveiflast talsvert síðan 1994 (1009 1998). Ánamaðkar (í júlí), makríll, maískorn, spúnar og flugur (8-10 ein- og tvíkrækjur) eru beztu beiturnar.

Helztu veiðistaðir eru: Hamarinn, Fjaran, Táin, Bakkinn., Suður- og Norður-Sandvík, Hraunfellsvík, Austurbotn, Drangapyttur og Skershöfði. Í Skeifunni, smávatni sunnar og á milli Hraunvatnanna, eru helztu veiðistaðirnir  Vesturbotn, Austurbotn og Rauðibakki.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM