Hreðavatn,,
Veiðileyfi Vesturland


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir .

HREÐAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hreðavatn er allstórt stöðuvatn í mjög fallegu umhverfi í Norðurárdal í Mýrarsýslu. Það er 1,14 km², dýpst 20 m og í 56 m hæð yfir sjó. Hrauná rennur úr því um Grábrókarhraun, að mestu neðanjarðar. Vatnið er örskammt frá hringveginum (nr. 1). Veiðileyfin gilda norðaustan línu milli Leiðarskarðs og Æskuminnis. Fjöldi veiðileyfa er ekki takmarkaður.

Í vatninu er bleikja og svolítið af urriða og bezt er að veiða á morgnana og kvöldin. Mest er af smáum fiski í vatninu, ½-2 pund. Mælt er með fluguveiði!

Umhverfi vatnsins býður upp á margar fagrar og áhugaverðar gönguleiðir, s.s. upp á Grábrók, niður að Glanna í Norðurá og Paradís við Norðurá, svo eitthvað sé nefnt.
  Fyrrum sáust ókennileg dýr í Hreðavatni, en þau gera ekki vart við sig lengur.

Hreðavatnsskáli er veitingastaður við Grábrókargígana.  Fyrsta veitingaskálann reisti Vigfús Guðmundsson (1890-1965) árið 1933 og nýjan 1946.  Vigfús var landskunnur fyrir ferðalög, veitingastarfsemi og afskipti af stjórnmálum (var lengi í forystusveit Framsóknarflokksins).  Árið 1955 gaf hann út bókina „Umhverfis jörðina”, árið 1958 „Framtíðarlandið”, árið 1960 „Æskudagar” og árið 1962 „Þroskaárin”

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b.112 km um Hvalfjarðargöng og 33 km frá Borgarnesi.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM