Hvammgerðisvötn,

Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


HVAMMGERÐISVÖTN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Þetta eru þrjú vötn í Vopnafjarðarhreppi í N-Múlasýslu. Þau eru svo lík um flest, að það er hægt að lýsa þeim í sameiningu. Þau bera samt hvert sitt sérheiti: Reyðarvatn, Miðvatn og Nyrztavatn. Hvert um sig er 0,5 km² og öll grunn.

Nyrztavatn er í 304 m hæð yfir sjó, Miðvatn í 306 og Reyðarvatn mun lægra. Lækir renna úr þeim til Hvammsár, sem síðar sameinast Selá. Gönguleið er til vatnanna, um 4 km frá þjóðvegi til Reyðarvatns og síðan um ½ tíma gangur milli hinna. Bleikja er í öllum vötnunum og er Reyðarvatn mest nýtt. Netaveiði var stunduð fyrrum en er því miður niðurlögð. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 636 km um Hvalfjarðargöng og 12 frá Vopnafirði.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM