Hvammsvík,,

Gönguleiðir á Íslandi

P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


HVAMMSVÍK
GOLFVÖLLUR ( 9 holur) - STANGVEIÐI -  KÆJAKLEIGA

.
Hvammsvik er ekki opið
 

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Hvammsvík Golf

Hvammsvík er eyðibýli við sunnanverðan Hvalfjörð, sem Lögreglufélag Reykjavíkur keypti til útivistar og afþreyingar fyrir félagsmenn sína og byggði þar upp aðstöðu til ýmiss konar dundurs.  Þar er regnbogasilungi og laxi sleppt í tjörn niðri við sjávarmál og þar veiða menn vel í skemmtilegu umhverfi fyrir lítinn pening  Þessi aðstaða var síðan opnuð almenningi til að afla tekna til rekstrarins en hann stóð ekki undir sér.  Lögreglufélagið greip til þess ráðs 1996 að selja Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita Rvík) landið með allri aðstöðunni til að draga úr útgjöldum félagsins.  Þarna Árið 1998 hóf Skógræktarfélag Reykjavíkur víðtæka gróðursetningu trjáa í Hvammsvíkurlandi eftir að svæðið hafði verið skipulagt til framtíðar sem útivistarsvæði og náttúrufar þess rannsakað vandlega.

Þarna geta fjölskyldur og einstaklingar notið heilbrigðrar útiveru við veiðar í tjörn, sem silungi og laxi er sleppt í og greiðir fyrir miðað við afla, leikið golf eða leigt sér kæjaka og róið um í góðu veðri.  Leiðin að Hvammsvík er ekki löng frá höfuðborgarsvæðinu.  Skammt frá suðurenda ganganna undir Hvalfjörð eru vegamót til hægri, þar sem ekið er svokallaða Hvalfjarðarleið og vegalengdin er u.þ.b. 50 km frá Reykjavík.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM