Kollavíkurvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


KOLLAVÍKURVATN

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Kollavíkurvatn er í Svalbarðshreppi á austanverðri Melrakkasléttu. Það er 2,1 km², dýpst 4 m og liggur rétt ofan sjávarmáls. Kollavíkurá fellur í það úr Þernuvatni og frárennslið síast í gegnum malarkamb til sjávar. Þjóðvegur 85 liggur skammt frá vatninu.  Vatnið er fyrir botni Skálavíkur, sem gengur inn úr Þistilfirði vestanverðum. Land er gróið kringum það og þar er smá bleikja, rúmlega ½ pund og 1-4 punda urriðar. Netaveiði er stunduð í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 648 km um Hvalfjarðargöng.

TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM