Krókavatn á Langanesi,,
Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


KRÓKAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Krókavatn er á Fellsheiði, 5 km frá botni Finnafjarðaar inn af Bakkaflóa. Eins og Þernuvatn er það á sýslumörkum. Það er 0,56 km², nokkuð djúpt og í 166 m hæð yfir sjó. Veiðileyfin gilda aðeins í hluta þess, sunnan við Lambatanga. Krókavatnsá fellur úr því til Finnafjarðar. Hámarksstangafjöldi á dag er 6.

Þarna veiðist vatnableikja og urriði að jöfnu. Bezt er að veiða í stilltu veðri frá syðri bakka vatnsins. Við vatnið er hús, sem er gott að nota, þegar kalt er í veðri. Þjóðbraut lá áður rétt norðan vatnsins en nú er þjóðvegurinn allfjarri.  Vegalengdin frá Reykjavík er um 656 km og 20 km frá Þórshöfn.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM