Langá á Mýrum,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


LANGÁ á MÝRUM

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Ein mesta laxveiðiá landsins og löng eins og nafnið gefur til kynna. Áin á upptök sín í Langavatni á Mýrum og er við ósinn vatnsmiðlunarstífla, sem jafnar út rennsli árinnar yfir sumartímann. Tólf stangir eru leyfðar í ánni og oftast er talað um þrjú meginsvæði. Neðsta svæðið, sem kennt er við Langárfoss og Ánabrekku, miðsvæðið, sem kennt er við Jarðlangsstaði og Stangarholt og loks Fjallið, sem kennt er við Grenjar og Litla Fjall.

Lengst af hefur áin verið leigð út í þessum bútum, en framtíðin verður að áin verði ein heild. Hefur hún verið leigð þannig út í fyrsta sinn, Ingva Hrafni Jónssyni og fjölskyldu hans til ásins 2007. Veitt er á tólf stangir í Langá og er veiðin að þeytast frá 1200 til 2000 löxum á sumri og áin hefur, á áttunda áratugnum, farið vel yfir 2000 laxa. Veiðin 1998 var 1561 laxar og svipuð veiði 1999, frá 2000-2003 hefur áin að nálgast 2000 laxa.
  Mikil fiskvegagerð hefur verið í Langá síðustu árin og er hún nú laxgeng alveg að Langavatni. Allra síðustu árin hefur ræktun þar efra byrjað að skila sér og laxar sést, veiðst og hrygnt. Þar er mikil silungsveiði, sem gæti dalað við innrás laxins.
Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM