Langavatn á Mýrum,,

P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

Skoðunarstaðir Gisting Golfvellir .

LANGAVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Langavatn í Mýrasýslu er allstórt stöðuvatn í sunnanverðum Langavatnsdal í 215 m hæð yfir sjó. Það er u.þ.b. 5,1 km² og mesta dýpi er 36 m. Vatnið varð til við hraunstíflun dalsins. Við suðausturenda þess er gangnamannakofi. Langadalsvatnsá fellur í vatnið að norðan en Beilá að suðaustan og Langá, ein bezta laxáin á Mýrum, er afrennsli þess. Við útfallið er stífla til miðlunar vegna laxræktar í ánni og vatnakerfi hennar.

Mikið er af frekar smárri bleikju í vatninu, um og innan við pund og ein mun stærri,  sem tekið hefur upp á því að lifa á meðbræðrum og systrum. Fiskifræðingar telja, að ekki veiti af að grisja vatnið, en það sé erfitt viðureignar. 

Urriði er einnig til í vatninu og eru til gamlar tröllasögur um risafiska, m.a. einn, sem dró bát fram og til baka um vatnið í meira en hálftíma áður en hann sleit og annan, sem var 22 punda, en í maga hans fundust sjö hálfvaxnir toppandarungar. Urriði veiðist annars helst nærri ósum Beilár og Langavatnsdalsár, sem falla í vatnið og bjóða urriðanum hrygningarsvæði. Vinsælt fjölskylduvatn vegna fiskauðgi og mikillar náttúrufegurðar.

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.

Veiðitímabil hefst 15. júní og lýkur því 20. september.

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 93 km um Hvalfjarðargöng og 13 km frá Svignaskarði.

 


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM