Langisjór,

Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

LANGISJÓR
GPS KORT
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Langisjór er 20 km langt og mest 2 km breitt stöðuvatn suðvestan Vatnajökuls milli Tungnárfjalla og Fögrufjalla. Flatarmál þess er 27 km², mesta dýpi er 75 m og vatnsborðið er í 670 m.y.s.

Svo gott sem allt umhverfi vatnsins er gróðurlaus auðn og engar heimildir geta um vatnið fyrr en á seinni hluta 19.aldar. Margar eyjar eru í vatninu og landslag er stórbrotið. Afrennsli Langasjávar er um Útfall í Fögrufjöllum, rúma 3 km frá innri vatnsendanum. Þar fellur það það í fossi til Skaftár. Stórum fjórhjóladrifnum bílum er fært inn að og meðfram Langasjó norðanverðum um Tungnaárfjöll.

Fögrufjöll er u.þ.b. 20 km langur fjallgarður milli Skaftár og Langasjávar suðvestan Vatnajökuls.  Hæst ber þau rúmlega 900 m.y.s.  Fögrufjöll eru óvíða meira en 2 km á breidd, en mjög tindótt.  Fjallgarðurinn er víða snarbrattur niður að Langasjó, en óvíða að Skaftá.  Þarna eru mosateygingar og gróðurblettir á dreif.  Nokkur lítil og djúp stöðuvötn eru milli hnjúkaraðanna.
Langasjávarsvæðið verður líklega verndað og síðar hluti Vatnajökuls þjóðgarðsins.

Landvörður ( Blágil), sími. 8551095


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM