Laxá og Kráká,,

Veiðileyfi Norðurland


Skilið veiðiskýrslum


LAXÁ - KRÁKÁ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Efri hluti veiðisvæðis Laxár og Krákár er í Skútustaðahreppi, Mývatnssveit, Suður-Þingeyjarsýslu. Kráká á upptök sín norðaustan Svartárvatns í   Bárðardal, og fellur í Laxá neðan Mývatns. Kráká er um 28 km löng með mörgum góðum veiðistöðum. Hún er veidd með fjórum stöngum á dag. Laxá kemur úr Mývatni og er efra veiðisvæðið um 13 km. langt.  Laxá streymir fyrst í mörgum kvíslum, milli hólma, sem vaxnir eru grózkumiklum gróðri og blómskrúði. Laxá og umhverfi hennar er með eindæmum fagurt. Í ánni er nær eingöngu vænn urriði að meðalstærð 2 pund og veiðast stundum fiskar yfir 10 pund.   Laxá er af mörgum talin bezta urriðasvæði landsins og jafnvel með því besta í heimi. Veitt er með 24 stöngum á urriðasvæðinu. Veiðihús með góðri þjónustu er við Rauðhóla og Hólmfríður Jónsdóttir á Arnarvatni gefur upplýsingar um veiðileyfi.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 468 km um Hvalfjarðargöng og u.þ.b. 80 km frá Akureyri.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM