Laxá í Aðaldal,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


LAXÁ í AÐALDAL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Næst mesta bergvatn Íslands og ein þekktasta laxveiðiáin. Kemur upp í Mývatni og fellur til Skjálfanda. Aragrúi stanga veiðir daglangt í ánni, en hefur þó fækkað síðustu sumur, er landeigendur og leigutakar brugðust við minnkandi veiði. Laxárfélagið er með ýmsar jarðir á leigu, m.a. hin gjöfulu Laxamýrar- og Hólmavaðssvæði. Bændur í Nesi selja sjálfir fyrir sínum löndum og Núpum og Kili í miðánni.

Efst eru síðan svæði í sérleigu, Staðartorfa og Múlatorfa. Veiði er yfirleitt mikil í tölum talið, hún hefur hrapað niður í 1.000 stykki síðustu árin, en er nú aftur á uppleið. Meðalveiði á stöng er hins vegar ekki sérlega mikil miðað við aðrar ár hér á landi í fremstu röð.  Kemur þar m.a. til að áin er vatnsmikil og vandveidd. Veiðihús eru við ána í Nesi og á Laxamýri. Mikill urriði er einnig í Laxá, sérstaklega á efstu svæðunum fyrir neðan Brúar.  Ofan Brúar er aðeins urriði og sem kunnugt er eitt mesta urriðasvæði veraldar.

Laxveiðin i Laxá í Aðaldal 2004 var undir 1000 löxum með 18 stöngum á dag, 2008 yfir 1200 laxar. Sjá: Sjá Lokatölur um laxveiði
Laxá í Aðaldal er 13. lengsta á landsins 93 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM