Laxá í Kjós og Bugða,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum

[Flag of the United Kingdom]


LAXÁ í KJÓS - BUGÐA

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þessar ár hafa saman verið meðal bestu og þekktustu laxveiðiáa landsins. Laxá hefst í Stíflisdalsvatni á Mosfellsheiði og fellur til sjávar, en um kílómetra frá ósi fellur Bugða í Laxá og er uppruni hennar í Meðalfellsvatni. Lax kemst í Meðalfellsvatn og veiðist þar dálítið, en Þórufoss varnar laxi uppgöngu í Stiflisdalsvatn.

Veitt er með 10 til 12 stöngum mest í ánum og þarna var sett Íslandsmet í laxveiði sumarið 1988. Þá veiddust 3.850 laxar í ánum og var ótrúleg mergð af laxi í ánni.

Það spilaði
saman að mikið var af flökkulaxi í ám á Vesturlandi og svo voru náttúrulegir stofnar mjög sterkir vegna góðs árferðis.  Góð meðaleiði hefur verið frá 2000-2009.

Laxveiðin Í Laxá í Kjós  2004 og 2008 fór yfir 1500 laxa á 10 stöngum á dag.
Sjá Lokatölur um laxveiðiTIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM