Laxá í Nesjum,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


LAXÁ í NESJUM
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Laxá í Nesjum er tveggja stanga á í fögru umhverfi við Hornafjörð.  Skráðir veiðistaðir eru alls 24.  Í litlu vatni má næstum ganga að laxi og silungi vísum á neðsta veiðistaðnum, Ármótahyl. Veiðisvæðið um 6 km langt og efstu veiðistaðir í fallegu gljúfri sem gefur oft vel. Góð stórlaxavon, fiskar allt að 10 kg hafa veiðst í Laxá.  Laxveiði er að aukast vegna árlegra sleppinga gönguseiða í samvinnu við Veiðiþjónustuna Strengi.
Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu.
Veiðitíminn er frá 1. júlí - 30. september.  Veitt er frá morgni til kvölds.  Stangirnar tvær eru einungis seldar saman og látum við veiðimönnum eftir að skipta milli sín svæðinu. Skráning veiði og veiðieftirlit hjá Guðjóni P. Jónsssyni í síma 892 2178.
Veiðitíminn er frá kl. 07.00-13.00 og frá kl. 15.00 - 21.00

Leyfilegt agn er fluga og maðkur. Á tímabilinu 27. júlí til 1. september er eingöngu fluguveiði leyfð.
Sjá Lokatölur um laxveiði


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM