Leirvogsvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


LEIRVOGSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Skilið veiðiskýrslum

Leirvogsvatn er í Mosfellshreppi við Þingvallaveginn. Það er 1,2 km², dýpst 16 m og í 211 m hæð yfir sjó. Bugða rennur til þess að norðan og úr því rennur Leirvogsá til sjávar og er hún ágæt laxveiðiá.

Í vatninu er hins vegar bæði urriði og bleikja, mikill fiskur, en ekki stór. Fyrrum stóð bærinn Svanastaðir við vatnið, sem margir nefndu síðan Svanavatn. Þingvallavegur (36) liggur meðfram vatninu. Nykur hafði fyrrum aðsetur í vatninu, en hann hefur ekki sést í seinni tíð.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 30 km.TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM