Litlisjór Veiðivatnasvæðið,,


Skilið veiðiskýrslum

Hálendisveiðivötn

LITLISJÓR
VEIÐIVATNASVÆÐIÐ

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Þetta stóra vatn var fisklaust frá náttúrunnar hendi og mikil ætisframleiðsla þess nýttist ekki fyrr en urriðaklak var sett í það upp úr 1965. Talið var að urriðinn yrði sjálfbær og klaki var ekki haldið við. Svo fór að fiskurinn óx úr sér og dó út. Þegar það varð ljóst, voru reglulegar sleppingar seiða hafnar og nú vaxa þar upp reglulegir árgangar. Hegðun fisksins í vatninu er sérkennileg fyrir það, að hann heldur sig í torfum á stöðli  nærri þeim stað, sem honum var sleppt. Veiðimenn hafa lært að ganga að honum þar og veiða með botnlegubeitu eða spún. Sportveiðiböðlar hafa notað bílljós til að moka þessum fiski upp úr stöðlum með spúnum í myrkri síðsumars við lok veiðitímans. Á tökutíma syndir fiskurinn nokkuð meðfram ströndum í ætisleit og veiðist gjarnan við áveðursbakka. Náttúrulegt fæði er allt mjög stórvaxið, kuðungar og hornsíli, m.a. Skötuormu, eru víða fram í vatninu upp úr miðjum júlí. Litlisjór er í 587,4 m hæð yfir sjó, 9,2 km², dýpst 16,5 m, 66,5 Gl, meðaldýpi 7,2 m, lengst 7,5 km og  breiðast 2,9 km. Hann er langstærstur allra Veiðivatna. Litlisjór liggur að Snjóöldufjallgarði og nánast gróðurlaust meðfram vatninu. Vatnið er hið  gjöfulasta allra Veiðivatnanna (4847 1998).   Ánamaðkur er góð beita eftir að skötuormurinn er kominn í vatnið en makríll, maískorn, spúnar og flugur (8-10 ein- og tvíkrækjur; streamers) hafa virkað vel. Helztu veiðistaðir eru: Gamlavík, Tanginn, Hraunið, Stöðulsbrún, Stöðulsvík, Sandnef, Klettsnef, Austurfjara  Austurvík og Eyjasund.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM