Miðdalsvatn,,
P0003b-75_copy.JPG (11395 bytes)
Veiðileyfi


Skilið veiðiskýrslum


MIÐDALSVATN
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Miðdalsvatn er í Hólshreppi, Bolungarvík. Það er í 3 m hæð yfir sjó, 0,9 km² og fremur grunnt. Mikill silungur er í vatninu, bleikja, urriði, sjóbirtingur og lax. Áls verður líka vart. Meðalstærð bleikju er 2 pund en urriðinn fer minnkandi. Stærsti laxinn, sem veiðst hefur í vatninu vó 17,5 pund. U.þ.b. 10.000 sumaröldum laxaseiðum var sleppt í vatnið árum saman.
Fjórar stengur hafa verið leyfðar í vatninu og ánni á dag. Hjólhýsi er við norðurenda vatnsins fyrir veiðimenn. Þuríður sundafyllir nam Bolungarvík og bjó að Vatnsnesi. Hún deildi við bróður sinn með þeim afleiðingum, að bæði urðu að steini.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 473 km um Hvalfjarðargöng.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM